Hvers vegna Leiguvernd?

Leiguvernd er einföld trygging fyrir útleigu á húsnæði, sem gagnast bæði leigjanda og leigusala. Leiguvernd veitir leigusala vernd gegn vanskilum leigjanda og bætir leigusala tjón á húsnæði. Leiguvernd losar leigjandann við þá kvöð að útvega bankaábyrgð eða tryggingarfé, og leigjandinn þarf ekki að greiða háa fyrirframgreiðslu sem situr svo á bankareikningi í langan tíma, engum til gagns. Leigjandinn greiðir hóflegt iðgjald sem tryggir leigusala gegn vanskilum og tjóni og vottar áreiðanleika leigjandans.

Hvernig virkar Leiguvernd fyrir leigjandann?

Í stað þess að reiða fram háar fjárhæðir og binda fjármagn til lengri tíma, getur leigjandinn greitt fasta upphæð í hverjum mánuði. Leigjandi með Leiguvernd er betri kostur fyrir leigusala og því eykur Leiguvernd líkurnar á því að komast í leigu á réttum stað og réttum tíma.

Hvernig virkar Leiguvernd fyrir leigusalann?

Leigusalinn getur verið öruggur þrátt fyrir vanskil á leigu eða viðskilatjón á húsnæði. Tjónadeild Tryggja ehf., fyrir hönd vátryggingafélagsins, sér um að gera upp við leigusalann í slíkum tilvikum og sækir síðan endurkröfu á leigjandann. Leigusalinn þarf heldur ekki að taka við og geyma fjárhæðir sem honum ber skylda til að skila aftur með verðbótum í lok leigutímans.

Hverjir geta sótt um Leiguvernd?

Fjárráða einstaklingar eða fyrirtæki sem ætla að gera leigusamning, geta sótt um Leiguvernd.

Geta þeir sem eru með merkingu á vanskilaskrá fengið Leiguvernd?

Já, einstaklingar með merkingu á vanskilskrá geta fengið Leiguvernd. Þess má geta að horft er til þess hvort einstaklingar séu í fastri vinnu. Oftast er óskað eftir ábekingur til að vátrygging verði samþykkt ef um slíka merkingu er að ræða.

Hvað kostar Leiguvernd?

Kostnaður fer eftir áhættumati einstaklings/fyrirtækis, allt frá 8% til 25% af vátryggingafjárhæðinni. Leiguvernd kostar einungis brot af því sem leigjandi þarf að leggja fram í tryggingu eða fyrirframgreiðslu til leigusala. Staðgreiða þarf vátrygginguna, en greiðsludreifing með Greiðslumiðlun er möguleg ef umsækjandi stenst lánshæfismat.

Hverjir bjóða Leiguvernd?

Þjónusta og afgreiðsla Leiguverndar hérlendis er í gegnum Tryggja ehf., sem starfað hefur að vátryggingamiðlun hérlendis frá árinu 1995.

Hvernig sækir maður um Leiguvernd?

Hægt er að sækja um trygginguna hér á síðunni Leiguvernd.is eða komið við á skrifstofunni okkar að Stórhöfða 23.
Hér getur þú sótt um fyrir einstaklinga eða fyrirtæki.

Hvernig tilkynni ég tjón?

Þú getur skilað tjónaskýrslu rafrænt með því að fylla út eyðublaðið hér.

Hver framkvæmir skoðanir á leiguhúnsæði?

Innifalið í iðgjaldi tryggingarinnar er skoðunargjald. Sérstök skoðun fer ávallt fram á leiguhúsnæði (nema um annað sé samið). Skoðunin er framkvæmd af aðila sem vinnur hjá Tryggja ehf. Skoðunin er gerð til að upplýsa um ástand hins leigða þegar viðkomandi leigjandi tekur við húsnæðinu.

Geta allir fengið Leiguvernd?

Nei, Leiguvernd er eingöngu fyrir þá sem vátryggingafélagið telur geta staðið við skuldbindingar sínar.

Getur leigjandi fengið Leiguvernd aftur, eftir að tjón hefur verið greitt út fyrir hann?

Nei, nema um annað sé samið.

 

Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafðu samband í síma 4141 999 eða sendu okkur tölvupóst á leiguvernd@tryggja.is.