[rev_slider home]

img-1

1. Þú fyllir út umsókn hér og sendir okkur

Við sendum þér tölvupóst til að staðfesta móttöku umsóknar þinnar.

img-2

2. Við yfirförum umsóknina

Ef frekari gagna er óskað verðum við í sambandi

img-3

3. Þú stoppar við á skrifstofu okkar til að skrifa undir

Eftir að hafa greitt trygginguna geturðu flutt inn í nýja húsnæðið

Leiguvernd er einföld trygging fyrir leigjendur sem gagnast bæði leigjanda og leigusala. Leiguvernd veitir leigusala vernd gegn vanskilum leigjanda og bætir leigusala tjón á húsnæði. Leiguvernd losar leigjandann við þá kvöð að útvega bankaábyrgð eða tryggingarfé, og leigjandinn þarf ekki að greiða háa fyrirframgreiðslu sem situr svo á bankareikningi í langan tíma, engum til gagns. Leigjandinn greiðir hóflegt iðgjald sem tryggir leigusala gegn vanskilum og tjóni og vottar áreiðanleika leigjandans.

Hvert er tryggingafélagið?

Gable Insurance er vátryggingafélagið en þjónustan er í höndum Tryggja ehf sem er ein elsta vátryggingamiðlun á Íslandi, stofnuð árið 1995.

Hvernig virkar leiguvernd fyrir leigjandann?

Í stað þess að reiða fram háar fjárhæðir og binda fjármagn til lengri tíma, getur leigjandinn greitt fasta upphæð á hverjum mánuði. Leigjandi með leiguvernd er betri kostur fyrir leigusala og því eykur leiguvernd líkurnar á því að komast í leigu á réttum stað og réttum tíma.

Hvernig virkar leiguvernd fyrir leigusalann?

Leigusalinn getur verið öruggur þrátt fyrir vanskil á leigu eða tjón á húsnæði. Tryggja.is sér um að gera upp við leigusalann í slíkum tilvikum og sækir síðan endurkröfu á leigjandann. Leigusalinn þarf heldur ekki að taka við og geyma fjárhæðir sem honum ber skylda til að skila aftur með verðbótum í lok tímans.

Hverjir geta sótt um leiguvernd?

Fjárráða einstaklingar eða fyrirtæki sem ætla að gera leigusamning geta sótt um leiguvernd.

Hvað kostar leiguvernd?

Leiguvernd kostar einungis brot af því sem leigjandi þarf að leggja fram í tryggingu eða fyrirframgreiðslu til leigusala. Staðgreiða þarf vátrygginguna, en greiðsludreifing með netgíró er möguleg ef umsækjandi stenst lánshæfismat.

logo

Reiknaðu hvað þín leiguvernd kostar

Vátryggingarfjárhæð (t.d. þreföld mánaðarleiga)
Tryggingin er fyrir

Reikna

Hverjir bjóða leiguvernd?

Þjónusta og afgreiðsla leiguverndar hérlendis er í gegnum Tryggja ehf sem starfað hefur að tryggingamiðlun hérlendis frá árinu 1995. Að baki tryggingunni stendur hið rótgróna evrópska vátryggingarfélag Gable AG sem stofnað var í Bretlandi.

Hvernig sækir maður um leiguvernd?

Þú getur sótt um trygginguna hér á leiguvernd.is, á vefnum tryggja.is nú eða komið við á skrifstofunni okkar að Ármúla 7.
Hér getur þú sótt um fyrir einstaklinga, fyrirtæki og leigusala.

Hvernig tilkynni ég tjón?

Þú getur skilað tjónaskýrslu á netinu með því að fylla út eyðublaðið hér.

Gilda takmarkanir Seðlabankans vegna gjaldeyrishafta ekki um þessar tryggingar?

Yfirlýsing Seðlabankans um starfsemi erlendra lífeyristrygginga hér á landi gildir einungis um sparnað erlendis, ekki um tryggingarstarfsemi af þessu tagi. Leiguvernd er því fullkomlega starfhæf, innan sem utan gjaldeyrishafta.


Tryggja.is